Vélarmaður í pökkunardeild
Umsóknarfrestur 17.08.2025
Fullt starf
Coripharma í Hafnarfirði leitar að jákvæðum og ábyrgðarfullum einstaklingi í teymi í pökkunardeild á framleiðslussviði. Við leitum að einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt jafnt sem í teymi. Í pökkunardeild er töflum og hylkjum pakkað í glös og þynnur samkvæmt ströngustu gæðakröfum. Mikið er um sérhæfðar vélar og búnað sem pakkar töflum/hylkjum í viðeigandi umbúðir. Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum, þar sem unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum, frá mánudegi til föstudags.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vélamaður í pökkun ber ábyrgð á stillingum og uppsetningu véla á milli pökkunarlota
- Tekur virkan þátt í þróun ferla, meðferð íhluta og varðveislu þeirra
- Teymisvinna og stuðningur við lyfjapökkun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi, iðnmenntun er kostur
- Þekking á framleiðslu eða sambærilegum iðnaði er kostur
- Reynsla af vinnu við flókinn vélbúnað er kostur
- Hæfni til að tileinka sér virkni flókins vélbúnaðar
- Vandvirkni og nákvæmni í starfi
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Stundvísi, heiðarleiki og sjálfstæði í starfi
- Góð enskukunnátta
Fríðindi
- Mötuneyti
Coripharma er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki með um 230 starfsmenn sem byggir á traustum grunni lyfjaþróunar og framleiðslu á Íslandi. Félagið sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og útflutningi samheitalyfja ásamt því að sinna verktökuframleiðslu fyrir önnur lyfjafyrirtæki. Frá því að félagið hóf starfsemi árið 2018 hefur það hafið framleiðslu á 22 lyfjum og er með 21 nýtt lyf í þróun. Nánari upplýsingar um Coripharma má finna á www.coripharma.is Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.