Logo

Störf í lyfjapökkun

Umsóknarfrestur 30.04.2025
Fullt starf

Coripharma í Hafnarfirði leitar að jákvæðum og ábyrgðarfullum einstaklingum í teymi í pökkunardeildar á framleiðslusviði. Við leitum að einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt jafnt sem í teymi. Nýtt starfsfólk öðlast skriflega og verklega þjálfun í verkefnum sem snúa að lyfjapökkun og góðum framleiðsluháttum í lyfjagerð (cGMP). Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum, þar sem unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum, frá mánudegi til föstudags. Við leitum að fólki bæði í sumarstörf og framtíðarstörf.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Töflum og hylkjum er pakkað í glös og þynnur samkvæmt ströngustu gæðakröfum
  • Þrif og eftirlit með pökkunarvélum og pökkunarsvæði
  • Stillingar og breytingar á tækjabúnaði
  • Sýnataka og skjalfesting
  • Merkingar á vörum til útflutnings

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Þekking á framleiðslu eða sambærilegum iðnaði er kostur
  • Heiðarleiki og stundvísi
  • Skipulögð, nákvæm og fagleg vinnubrögð
  • Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Góð enskukunnátta

Coripharma er íslenskt fyrirtæki með um 215 starfsmenn, sem byggir á traustum grunni lyfjaþróunar og framleiðslu á Íslandi. Félagið sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og útflutningi samheitalyfja ásamt því að sinna verktökuframleiðslu fyrir önnur lyfjafyrirtæki. Frá því að félagið hóf starfsemi árið 2018 hefur það hafið framleiðslu á 22 lyfjum og er með 21 nýtt lyf í þróun. Nánari upplýsingar um Coripharma má finna á www.coripharma.is

Tengiliður

Þóra Lind Halldórsdóttir